Erlent samstarf
Nordic Culture Point - menning og listir
Veittir eru styrkir til allra listgreina og menningarfyrirbæra. Hægt er að sækja um styrk til allra framleiðsluþátta verkefnis; rannsóknir, framleiðslu, framsetningu og miðlun. Með framleiðslutengdum verkefnum er átt við alls kyns gerðir verkefna, þar sem hið skapandi ferli er í fyrirrúmi.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Nordic Culture Point
Nordic Culture Point - ferðastyrkir
Styrkir eru veittir til ferða listamanna innan norðurlandanna til tengslamyndunar og til að afla sér færni eða þekkingar. Hver ferð getur verið allt að 10 dagar.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Nordic Culture Point
Opstart - ferðastyrkir
Norræni menningarsjóðurinn (Nordic Culture Fund) veitir ferðastyrki til framdráttar verkefnum á byrjunarstigi. Hægt er að sækja um hvenær sem er og umsóknum er svarað innan 20 daga.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á vefsíðu Nordic Culture Fund
Nordic Culture Point - tengslanet
Styrkir eru veittir til starfsemi tengslaneta sem ná til norðurlandanna og/eða Eystrasaltslanda.
Markmið og starfsemi tengslaneta getur verið með ýmsu sniði og hægt er að sækja um til styttri tíma (1 ár) eða lengri (2-3 ár).
Upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Nordic Culture Point
Nordic Culture Point - styrkir til dvalarsetra (gestavinnustofur)
Dvalarsetur bjóða vinnu- og dvalaraðstöðu fyrir atvinnumenn í listum. Áætlunin veitir styrki til dvalarsetra listamanna sem taka á móti atvinnumönnum í lista- og menningarstarfi frá Norðurlöndunum.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Nordic Culture Point
Norræni menningarsjóðurinn - verkefnastyrkir
Sjóðurinn veitir fé til norrænna samstarfsverkefna á sviði rannsókna, menntamála og menningar. Styrkir eru einnig veittir til samstarfs á alþjóðlegum vettvangi ef kynna á norræna menningu og menningarstefnu. Fé úr sjóðnum er fyrst og fremst veitt til tímabundinna verkefna og þurfa að jafnaði þrjú norræn ríki að eiga hlut að máli. Umsóknarfrestur er þrisvar á ári.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á vefsíðu Nordic Culture Fund
Menningarsjóður Íslands og Finnlands
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir eru veittir einstaklingum, stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar er að finna á vef Hanaholmen.
Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn
Samkvæmt stofnskrá er fé veitt úr sjóðnum til samstarfs á breiðum grundvelli; til vísinda, félagsstarfs, kennslumála og fleira en þó einkum til menningarmála. Fé er veitt til einstakra verkefna, ekki síst ferðastyrkir sem stuðla að gagnkvæmum kynnum og samvinnu.
Upplýsingar, leiðbeiningar og umsóknareyðublöð eru á vef Sænsk - íslenska samstarfssjóðsins
Framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs
Markmið framlagsins er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi Noregs og Íslands og geta Norðmenn og Íslendingar sótt um framlag til verkefna sem mikilvæg teljast í báðum löndum og vera líkleg til að leiða til varanlegra tengsla milli fagmanna, listamanna og fræðimanna. Verkefnin skulu endurspegla fjölbreytt listræn form og hafa í senn skírskotun til sögunnar og samtímans. Umsækjendur fylla út umsóknareyðublað sem er á vef norska menningarráðsins, Norsk kulturråd :
http://www.kulturradet.no/stotteordning/-/vis/norsk-islandsk-kultursamarbeid
með upplýsingum um markmið verkefnisins ásamt verkefnis-, framkvæmda- og fjárhagsáætlun. Að verkefni loknu skal afhenda skýrslu um verkefnið til Norsk kulturråd í samræmi við þær reglur sem gilda fyrir ríkisstyrkþega.
Umsóknir skulu vera á norsku, dönsku, sænsku eða ensku. Ef þörf er á frekari upplýsingum má hafa samband við Norsk kulturråd:
Per Dehlin, per.dehlin@kulturrad.no, sími + 415 99 154
Ferðastyrkir vegna verkefna sem stuðla að menningarþátttöku innflytjenda
Norska menningarráðið, Norsk Kulturråd, veitir ferðastyrki vegna verkefna sem efla menningarþátttöku innflytjenda á norðurlöndum. Markmiðið er að deila þekkingu og reynslu af þátttökueflandi verkefnum, aðferðum og skipulagi í menningarstarfi. Hægt er að sækja um hvenær sem er.
Upplýsingar og umsóknareyðublað er á vefsíðu norska menningarráðsins
Dansk-íslenski sjóðurinn, Sáttmálasjóðurinn Dansk Islandsk Fond
Sjóðnum er ætlað að styrkja menningartengsl Danmerkur og Íslands, íslenskt vísinda- og rannsóknastarf svo og nemendur á háskólastigi.
Umsóknarfrestir eru tveir á ári, 1. apríl og 1. október.
Umsóknir skulu sendar Dansk-Islandsk Fond, Sankt Annæ Plads 5, DK-1250 København K á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Sími: +45 3314 8276 eða biðja um umsóknreyðublöð í tölvupósti danskislandskfond@mail.dk
Clara Lachmanns Fond - norrænn menningarsjóður
Sjóður Clöru Lachmann er norrænn menningarsjóður sem veitir styrki til samnorrænna námskeiða, námsferða hópa, þátttöku í ráðstefnum og þingum, undirbúnings ráðstefna og til ýmissa annarra verkefna sem stuðla að nánari samvinnu og aukinni samkennd Norðurlandabúa. Þá eru í undantekningartilvikum veittir styrkir til náms á Norðurlöndum.
Umsóknareyðublöð má nálgast á vefsíðu sjóðsins: http://www.claralachmann.org/
NORA - Norræna Atlantssamstarfið
NORA eru samtök fjögurra landa og fellur starfsemin undir byggðastefnu Norrænu Ráðherranefndarinnar. NORA styrkir samstarf á svæðinu með það að markmiði að gera Norðuratlantssvæðið að öflugu norrænu svæði, sem einkennist af sterkri sjálfbærri efnahagsþróun. Það er meðal annars gert með því að styðja samstarf í atvinnulífi og rannsókna- og þróunarstarf þvert á landamæri. Styrksvæðið nær yfir Ísland, Grænland, Færeyjar og strandlengju Noregs. Nánari upplýsingar um NORA.
Aðrir norrænir sjóðir
Nánari upplýsingar um ýmsa norræna styrki má finna hjá norrænu upplýsingaskrifstofunni á Akureyri.