top of page

Rannsóknir og fræði

Rannsóknasjóður

Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Með hugtakinu vísindarannsóknum er átt við allar tegundir rannsókna; grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir.

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Rannís.

 

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Frá stofnun 1992 hefur sjóðurinn unnið sér nafn og gott orð fyrir vinnu mörg hundruð námsmanna og verkefna sem þeir hafa leyst af hendi fyrir tilstyrk sjóðsins.

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Rannís.

Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna

Meginhlutverk sjóðsins er að launa starfsemi þeirra fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein. Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Hægt er að sækja um styrki til að vinna að ritun fræðirita og –greina, handbóka, orðabóka og víðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Rannís.

 

Launasjóður rithöfunda

Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er að greiða úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku.

Umsóknir eru á rafrænu formi á vefsíðu Rannís.

 

Miðstöð íslenskra bókmennta

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir ýmsa styrki til útgáfu og þýðinga fagurbókmennta og fræðirita. 

Upplýsingar á vefsíðu Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Saga og Friðgeir.jpg
bækur.jpg
Hilmar Guðjónsson.jpg
The Memory of Skin - Guðrún Óskarsdóttir
bottom of page