Barnamenning
Barnamenningarsjóður
í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands árið 2018 samþykkti Alþingi að stofnaður verði öflugur barnamenningarsjóður, Barnamenningarsjóður Íslands, sem njóti framlaga af
fjárlögum næstu fimm ár. Meginmarkmið hins nýja sjóðs er að styrkja börn til virkrar
þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun. Sérstök áhersla verði lögð á að styrkja verkefni sem efla sköpunarkraft barna og ungmenna sem og hæfni þeirra til þess að verða þátttakendur í þeirri þróun sem nú á sér stað í aðdraganda hinnar svonefndu fjórðu iðnbyltingar. Sjóðurinn mun einnig leggja áherslu á verkefni sem efla samfélagsvitund í takt við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Fylgist með fréttum af sjóðnum á vefsíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Æskulýðssjóður
Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á síðu Rannís: rannis.is
Hitt Húsið- Skapandi sumarstörf
Ungu fólki á aldrinum 17-25 ára með lögheimili í Reykjavík gefst kostur á að sækja um í Listhópa Hins hússins. Störfin eru einungis fyrir aðila með lögheimili í Reykjavík. Hópum eða einstaklingum býðst að starfa í 8 vikur við framkvæmd eigin verkefna á sviði lista. Skila þarf inn umsókn þar sem fram koma eftirfarandi upplýsingar um verkefnið.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð eru hjá Hinu húsinu: Hitt húsið - listhópar
NORBUK
Norræna barna og æskulýðsnefndin veitir í umboði Norrænu ráðherranefndarinnar norrænum barna- og æskulýðssamtökum, félögum og hópum styrki til æskulýðsstarfsemi. Markmiðið með styrkveitingum er að styrkja norræna sjálfsvitund með því að efla þátttöku, skilning og áhuga hjá börnum og unglingum á málefnum er varða menningu, stjórnarhætti og félagslega þætti á Norðurlöndum. Verkefnastyrkir eru veittir til samvinnuverkefna sem barna- og ungmennasamtök og sjálfstæðir barna- og ungmennahópar á Norðurlöndum inna af hendi. Til að eiga rétt á styrk verða þrjú Norðurlönd að taka þátt. Styrkir eru aðeins veittir þátttakendum undir 30 ára aldri.
Umsóknareyðublað má finna á vefsíðu Nordic Culture Point.
Volt
Volt er menningar- og tungumálaprógram fyrir börn og ungt fólk, með það markmið að vekja forvitni ungmenna um list, menningu og tungumál hvers annars. Markhópurinn eru norræn ungmenni allt að 25 ára aldri. Umsóknir geta náð til allra listgreina.
Upplýsingar og umsóknareyðblöð á finna á vefsíðu Nordic Culture Point.