Lög Félags íslenskra listdansara
Samþykkt á aðalfundi 27. janúar 2019
1. grein
Heiti félagsins er Félag íslenskra listdansara. Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. grein
Markmið félagsins er að:
-
gæta hagsmuna íslenskra danslistamanna
-
efla samvinnu og samhug með íslenskum danslistamönnum
-
stuðla að auknum sýnileika og framþróun listgreinarinnar í landinu
-
styðja við vöxt danslistarinnar og virðingu með því að hafa áhrif á opinbera stefnumótun
-
hafa áhrif á úthlutun fjár- og styrkveitinga til listdansmála
3. grein
Skilyrði félagsaðildar eru þessi:
3.1. Umsókn um inngöngu í félagið skal vera skrifleg.
3.2 . Að umsækjandi sé íslenskur ríkisborgari eða eigi lögheimili hér á landi.
3.3 Að umsækjandi hafi lokið 3ja ára Bakkalárnámi í danslist og leggi fram vottorð þar að lútandi.
3.4. Stjórn er heimilt að veita undanþágu frá skilyrðum um menntun hafi umsækjandi lokið sérhæfðu dansnámi frá viðurkenndri menntastofnun á háskólastigi.
3.5 Uppfylli umsækjandi ekki skilyrði um menntun samkvæmt lið 3.3 eða 3.4. hefur stjórn heimild til að víkja frá þeim liðum við mat á umsækjanda ef viðkomandi hefur lokið viðurkenndu listdansnámi eftir 16 ára aldur og hefur að auki marktæka starfsreynslu á sviði danslistar. Starfsreynsla og fagmenntun umsækjanda er þá metin af stjórn hverju sinni.
3.6. Umsækjandi telst félagi þegar stjórn félagsins hefur metið umsókn hans fullgilda.
4. grein
4.1. Árgjald skal ákveðið á aðalfundi.
4.2. Eldri borgarar greiða hálft félagsgjald ( tekið er mið af fæðingarári félagsmanns, árið sem viðkomandi nær 67 ára aldri).
4.3. Heiðursfélagar greiða engin félagsgjöld.
5. grein
Greiði félagi ekki gjaldfallin félagsgjöld fyrir aðalfund, missir hann atkvæðisrétt sinn á fundum félagsins, þar til hann hefur greitt þau að fullu. Hafi hann ekki greitt gjöld sín í full 2 ár, telst hann ekki lengur í félaginu.
6. grein
Aðalfundur skal haldinn fyrir 15. febrúar ár hvert samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar. Aðalfund skal boða með tölvupósti eða skriflega með 14 daga fyrirvara og skal boðið sent út ásamt hefðbundinni dagskrá. Aðalfund skal einnig auglýsa á vefsíðu félagsins. Aðalfundur telst lögmætur sé löglega til hans boðað.
7. grein
Fyrir aðalfund skal leggja fram skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga félagsins. Þá leggur stjórnin fram verkefnaáætlun sína fyrir næsta starfsár og ályktanir til samþykktar. Að öðru leyti skal aðalfundur vera vettvangur alls þess sem viðkemur hagsmunum, hugmyndum og hugsjónum danslistamanna
8. grein
Á aðalfundi skal kjósa fimm manna stjórn auk tvegga varamanna, hvorn til tveggja ára í senn. Kjósa skal formann, ritara, meðstjórnanda og varamann eitt árið og gjaldkera, meðstjórnanda og annan varamann hitt árið ásamt tveimur félagslegum endurskoðendum árlega.
9. grein
Formaður kemur almennt fram fyrir hönd félagsins út á við og gagnvart stjórnvöldum og öðrum hagsmunaaðilum. Stjórn getur þó tilnefnt annan úr stjórn sem staðgengil formanns sem mæti fyrir hönd félagsins á fund þeirra samtaka sem félagið á aðild að. Stjórnin fundar að jafnaði einu sinni í mánuði, geti stjórnarmaður ekki sótt fund skal hann boða varamann í sinn stað. Fundargerðir skulu ritaðar á hverjum fundi, samþykktar og geymdar útprentaðar í vörslu félagsins. Stjórn boðar auk þess til félagsfundar svo oft sem hún telur æskilegt og tilefni gefst til. Einnig geta félagsmenn óskað eftir félagsfundi ef svo ber undir og skal sú fundarbeiðni vera skrifleg og undirrituð af að minnsta kosti 10 manns.
Stjórn félagsins ræður málefnum þess með þeim takmörkum sem þessi lög setja. Hún fer með öll málefni þess milli funda og tekur ákvarðanir um þær í samræmi við hagsmuni félagsins í heild sinni og tilgangi þess.
10. grein
Stjórnin ber í heild sinni ábyrgð á eignum félagsins og fjárreiðum og skal hún ráðstafa og ávaxta fjármunum þess í samræmi við tilgang félagsins. Skal hún jafnframt leita hagstæðustu kosta og leiða við framkvæmd verkefna. Stjórn er heimilt að ráða til sín verkefnastjóra vegna einstakra verkefna svo framarlega sem félagið hafi til þess fjárhagslegt bolmagn. Einnig getur félagið greitt laun (umbun) vegna umsýslu- og stjórnunarstarfa svo framarlega sem félagið hafi til þess fjárhagslegt bolmagn. Ákvarðanir þess efnis skulu fara fyrir aðalfund til samþykktar.
11. grein
Stjórn FÍLD er heimilt að tilnefna heiðursfélaga. Tilnefning hlýtur samþykki, ef stjórn samþykkir hana einróma. Heiðursfélagi heldur öllum félagsréttindum sínum, en er undanþeginn félagsgjöldum.
12. grein
Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg.
13. grein
Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi og til þess þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn fyrir 1. janúar ár hvert. Í öðrum málum þar sem atkvæðagreiðsla er notuð til ákvörðunar á fundum nægir einfaldur meirihluti.
14. grein
Ákvörðun um að leggja niður Félag íslenskra listdansara er ekki hægt að taka nema minnst 2/3 hlutar fulltrúa félagsmanna séu á fundi og 3/4 hlutar fundarmanna greiði tillögu þess efnis atkvæði sitt, að öðrum kosti fellur tillagan niður. Slíka tillögu er aðeins hægt að flytja á aðalfundi sem boðað er til með löglegum hætti. Ef félagið skal lagt niður verða eigur og sjóðir félagsins settar í vörslu menningarmálaráðuneytisins til vörslu og ávöxtunar og afhentar sambærilegum samtökum ef stofnuð verða, til eignar og ráðstöfunar.
Félag lagt niður
Heiti félags
Markmið
Félagsaðild
Árgjald
Atkvæðisréttur
Aðalfundur
Aðalfundarstörf
Störf og ábyrgð stjórnar
Úrsögn
Atkvæðagreiðslur
Lagabreytingar
Fjárreiður félagsins
Heiðursfélagar