top of page

FÍLD 2022

Dansstefna 22/32 er unnin að frumkvæði Félags íslenskra listdansara, með fullri þátttöku danssamfélagsins. Þar skilgreina danslistamenn brýnustu málefnin og þau úrlausnarefni sem mest eru aðkallandi. 

Stefnan byggir á þeim þáttum dansins sem nú þegar hafa sprottið upp og gefið hafa góða raun. Henni er ætlað að treysta þá þætti sem á því þurfa að halda auk þess að skapa grundvöll fyrir nýja möguleika að spretta upp úr grasrótinni. Umfram allt miðar stefnan að því að auka gæði og faglega þróun listdansins.

Lesa: Dansstefna 22/32

 

Hér má finna eldri stefnu: Dansstefna 10 / 20

Dansstefna22.jpg
DANSSTEFNA 10/20

Dansstefna 22/32

LISTDANSKENNSLA Á ÍSLANDI

FÍLD 2011

Skýrsla um stöðu, umfang og framtíðarmöguleika listdanskennslu á Íslandi.

 

Markmið skýrslunnar er að varpa ljósi á miklvægi listdanskennslu í menningarlegu, félagslegu og lýðheilsufræðilegu samhengi. Með þessari skýrslu voru einnig í fyrsta skipti teknar saman tölur um heildarfjölda iðkenda í listdansi á Íslandi.

fild_listdanskennsla_2013_000.jpg

Listdanskennsla á Íslandi

SKÝRSLA UM DANSHÚS

Árið 2007 vann FÍLD greinargerð um Danshús - miðstöð fyrir samtímadans á Íslandi. Í greinargerðinni fjalla höfundarnir, Karen María Jónsdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir, um nauðsyn þess að bæta starfsaðstæður danslistamanna. Með Danshúsi mætti skapa rými fyrir starfsemi Íslenska dansflokksins, sjálfstætt starfandi danslistamanna, Reykjavik Dance Festival og fagfélög í dansi undir einu þaki. 

Árið 2017 kom út skýrslan Danshús á Íslandi, húsnæðismál, rýmisþörf og þróun áhorfendafjölda eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur.

danshus-dansmidstod_000.jpg
danshusskyrsla.JPG

Tillögur að Danshúsi

bottom of page